Stigaspjöld fyrir Eurovision

Júróvisjón er mín helsta hátíð og ekkert skemmtilegra til en að spá og spökulera í því hvernig atriði verða á boðstólnum þetta árið. Fyrir fyrri undankeppninni er ég langspenntust fyrir vorblóti Úkraínuhópsins, sassinu hennar Destiny og svo fíla ég Montaigne frá Ástralíu svo innilega, þó ég sé ekki sannfærð um lagið eða hreinlega flutninginn. Við sjáum til!

Allavega, enn eitt árið býð ég gestum og gangandi að nota stigaspjöldin mín. Ég hendi svo í drykkjuleik fyrir laugardaginn!