Giftingarathafnir
PERSÓNULEG ATHÖFN Í TILEFNI ÁSTARINNAR
…og hún á að vera nákvæmlega eins og þið viljið hafa hana!
Sumt fólk hefur skipulagt giftinguna sína frá barnsaldri, á meðan sumt fólk ætlar aldrei að gifta sig. Sumt fólk giftir sig aðallega vegna erfðaréttar og annað fólk giftir sig aðallega fyrir partýið. Sumt fólk giftir sig upp á heiði, á meðan sumt fólk dreymir um hátíðlega athöfn innandyra, með bekkjum og margmenni. Sumir gifta sig heima, í faðmi nánustu fjölskyldu og sumar gifta sig í útlöndum, á ströndinni í sólinni.
Hvort sem þú vilt gifta þig fyrir framan foss eða forstofuhurðina, þá er ég til. Í mínum huga er aðalatriðið að athöfnin sé persónuleg, falleg og fyndin og þá skiptir engu máli hvort gestirnir eru 2 eða 200. Það eina sem þarf eru pappírar frá Þjóðskrá, alveg heill hellingur af ást, -og auðvitað einhver sem vill giftast þér!
Allar mínar athafnir eru framkvæmdar fyrir hönd Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Ísland. Gengið er frá fjármálahlið athafna í gegnum Siðmennt og gjaldskráin mín fylgir gjaldskrá Siðmenntar í hvívetna.
Gjaldið fyrir giftingarathöfn 2019 er kr. 65.000.- og ef athöfnin er annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu er rukkað akstursgjald, kr. 110.- per kílómeter.
Athugið að félagar í Siðmennt fá 20.000.- kr. afslátt. Séu bæði hjónaefni félagar er gjaldið því 25.000.- kr. og skiptir engu hvenær gengið er í félagið.
Ræðan hennar Ingu var svo persónuleg að það var eins og hún hefði þekkt okkur frá því að samband okkar hófst. Við vorum djúpt snortnir yfir því hvernig hún tók eftir öllu litlu atriðunum sem geri okkur að „okkur“.