Giftingarathafnir
PERSÓNULEG ATHÖFN Í TILEFNI ÁSTARINNAR
…og hún á að vera nákvæmlega eins og þið viljið hafa hana!
Sumt fólk hefur skipulagt giftinguna sína frá barnsaldri, á meðan sumt fólk ætlar aldrei að gifta sig. Sumt fólk giftir sig aðallega vegna erfðaréttar og annað fólk giftir sig aðallega fyrir partýið. Sumt fólk giftir sig upp á heiði, á meðan sumt fólk dreymir um hátíðlega athöfn innandyra, með bekkjum og margmenni. Sumir gifta sig heima, í faðmi nánustu fjölskyldu og sumar gifta sig í útlöndum, á ströndinni í sólinni.
Hvort sem þú vilt gifta þig fyrir framan foss eða forstofuhurðina, þá er ég til. Í mínum huga er aðalatriðið að athöfnin sé persónuleg, falleg og fyndin og þá skiptir engu máli hvort gestirnir eru 2 eða 200. Það eina sem þarf eru pappírar frá Þjóðskrá, alveg heill hellingur af ást, -og auðvitað einhver sem vill giftast þér!
Þið sendið mér skilaboð og við komumst að því hvort við eigum samleið og hvort ég sé laus á óskadeginum.
Þið sendið beiðni til Siðmenntar og takið fram að ég hafi þegar samþykkt að gefa ykkur saman.
Í sameiningu hefjum við skipulagningu athafnarinnar, annað hvort símleiðis, netleiðis eða með því að hittast.
Þið sækið um réttu pappírana hjá Þjóðskrá (eða annarsstaðar ef þið eigið lögheimili erlendis).
Ég tek við ykkur viðtal þar sem þið segið mér allt um ykkur, hvernig þið kynntust og hvað einkennir ykkar samband.
Ég nota allt sem ég lærði um ykkur og blanda saman við eigin hugmyndir um lífið og ástina og skrifa athafnarræðuna.
Ég gef ykkur saman í votta viðurvist með einlægri og persónulegri ræðu sem fær ykkur vonandi til að hlæja og gráta!