Heyrumst endilega!

Þú getur haft samband við mig í forminu hér til hliðar, í síma 8966120, á facebooksíðunni minni eða með tölvupósti.

Vegalengdir eru reiknaðar frá heimili mínu, sem sést hér að ofan. Gjald per km er 110 kr.

Algengar spurningar:

Hjónavígslur

49.500.- kr.

Afsláttur per meðlimi í Siðmennt: 10.000.- kr.

Nafngjafir

22.000.- kr.

Afsláttur per meðlimi í Siðmennt: 6.000.- kr.

Aksturskostnaður

110 kr. per kílómeter frá Miðtúni 80, Reykjavík.

Nei, þú þarft ekki að vera í Siðmennt til að njóta þjónustu minnar, en það veitir þér dágóðan afslátt af kostnaði við athöfnina. Og svo er það líka bara gott félag til að vera í!

Nei, alls ekki.  Athafnirnar mínar eru trúarlega hlutlausar og geta því hentað trúuðum, trúlausum og óákveðnum. Þær eru til dæmis tilvaldar fyrir pör sem eru af sitthvorri trúnni.

Ég er ekki til í að lesa ritninartexta eða aðra mjög trúarlega texta, en er ekki mótfallin því að einhver annar geri það í athöfninni.

Sko. Ég er alveg til í að gefa saman fólk í kirkju og skil það mjög vel. Kirkjur eru gamlar og fallegar og sjarmerandi staðir og ég hef alveg skilning á því að þig hafi kannski alltaf dreymt um að ganga niður kirkjuganginn.

Hins vegar er Þjóðkirkjan ekki alltaf til í að leyfa athafnarstjórum Siðmenntar að nota kirkjurnar þeirra (sem er náttúrulega stórundarlegt, því að á meðan Þjóðkirkjan er þjóð-kirkja ætti þjóðin náttúrulega að geta nýtt aðstöðuna þeirra). Það er stundum alveg hægt að sannfæra presta/kirkjuverði um að fá að nota kirkjuna þrátt fyrir ályktanir Kirkjuþings, en það er í ykkar höndum.

Sumar kirkjur eru fyrst og fremst safnakirkjur og eru opnari fyrir notkun okkar (t.d. í Árbæjarsafni (þó ég mæli ekki með þeirri kirkju af arkitektískum ástæðum) og Þingvallarkirkja). Fríkirkjan hefur hingað til verið opin fyrir útleigu á sínu húsnæði.

Heyrðu, gaman að þú skyldir spyrja! Ég er í upphlut sem var saumaður á mig við fermingu (í gömlu, góðu dagana, þegar ég sá ennþá ljósið…).  Silfrið á honum er ættargóss sem kemur frá formæðrum mínum og svo lét ég sauma nýja skyrtu og svuntu nýlega.

Ég er mjög oft í þjóðbúningnum mínum, af því að mér finnst hann myndast vel, gera mig formlegri og auðþekkjanlegri og svo er hann bara svo agalega fallegur.  En það er algjörlega undir ykkur komið í hverju ég er.  Ég er til í að mæta í upphlutnum, en ég er líka til í að mæta í stílhreinum svörtum kjól, Ingulegum swingerkjól, lopapeysu og gúmmítúttum eða allsber, að því gefnu að það sé ekki mjög kalt.

Yfirleitt er ég bara í þjóbbanum við hjónavígslur. Við nafngjafarathafnir er ég almennt í aðeins óformlegri klæðnaði. Það verður jú að vera einhver stígandi!