Hugmyndir fyrir gæsanir, steggjanir og gaukanir

Gæsanir, steggjanir og gaukanir* eru skemmtilegar samkomur þar sem áherslan er að fagna þeim tímamótum að manneskjan er að ganga í hjónaband og þannig skilja við sitt einhleypa líf (þó íslensk hjónaefni séu reyndar yfirleitt búin að vera í sambandi og sambúð í talsverðan tíma þegar kemur að giftingu). Hér eru nokkrar hugmyndir að gæsunum og steggjunum auk nokkurra atriða sem skipuleggjendur gætu viljað spyrja sig.

Spurningar sem gott er að spyrja sig í aðdraganda gæsunar/steggjunar:

 

Á að niðurlægja eða njóta?

Sumt fólk hefur gaman að því að vera niðurlægt dálítið; látið gera eitthvað sem er út fyrir þægindarammann enda fellst í því ögrun og áskorun. Annað fólk hefur engan húmor fyrir því. Spyrjið ykkur hvor týpan gæsin ykkar eða steggurinn sé og miðið út frá því. Það er er allt í lagi að fara örlítið út fyrir þægindarammann hjá fólki en ekki gera það ef þú heldur að manneskjan njóti þess ekki og í öllu falli: Ekki ganga of langt. Leyfum fólki að minnast þessa dags með hlýju og gleði.

Blandað eða kynjaskipt?

Á Íslandi (sem og annarsstaðar) hefur tíðkast að hafa gæsanir og steggjanir kynjaskiptar. Það finnst mörgum gera stemminguna sérstaka og er auk þess svolítið praktískt; systur beggja hjónaefna mæta þá bara á einn viðburð og bræður sömuleiðis (í heteró-samböndum. Það gæti hins vegar þýtt að annað systkinakynið mætir í hvorugt í samkynja samböndum, sem er kannski dálítið útilokandi og skrítið). Það hefur hins vegar fæst í vöxt að virða þessar hefðir að vettugi og mörg pör hafa látið í ljós áhuga á að hafa sínar steggjanir/gæsanir blandaðar. Það kemur í veg fyrir að nánir vinir séu hafðir út undan vegna kyns síns og gefur öllum tækifæri til að vera með. Það er ekkert að því að spyrja hreinlega gæsina eða stegginn fyrirfram hvort þeim finnist meira spennandi að hafa sína gæsun/steggjun blandaða eða kynjaskipta.

Hugmyndir

Hér er samansafn af hugmyndum sem meðlimir facebookhópsins Brúðkaups hugmyndir hafa með hugstormun fundið upp á hinum ýmsu þráðum í gegnum árin.

Ókeypis

  • Ratleikur
  • Miðar með fyrirmælum
  • Minningarmiðar – allir skrifa eina minningu á miða og hjónaefnið á að giska hver skrifaði hvað

Ódýrt

  • Sund
  • Sjósund í Nauthólsvík
  • Pikknikk

Bara fyrir gæsina/stegginn/gaukinn (en ekki hópinn saman)

  • Jens Gullsmiður – hjónaefnið fær að smíða grip fyrir makann eða vini (ingibjorg@jens.is)
  • Stúdíó – hjónaefnið tekur upp lag
  • Nudd
  • Svifflug
  • Listflug
  • Rúntur á mótorhjóli

Hópefli (sem kostar)

Fyrir aktífu týpuna:
  • Bogfimi
  • Skotfimi
  • Laser Tag
  • Paintball
  • Fjórhjólaferð
  • Hellaferð
  • Riverrafting
  • Reykjavík Escape
  • Bubblubolti
  • Keila
  • Pole Fitness
  • Adrenalíngarðurinn
Fyrir listrænu týpuna:
  • Aqua Zumba
  • Zumba
  • Karaoke
  • Stúdíó – hópurinn tekur upp lag
  • Hláturjóga
  • Spuni (Improv Ísland)
  • Burlesque
  • Rocky Horror-dans
  • Magadans
  • Tinu Turner-dansar
  • Diskódans
  • Júróvisjóndansar
  • Broadway söngleikjadans
  • Bollywood dans
  • Afródans
  • Beyoncé dans

Marga þessa dansa er hægt að læra í Kramhúsinu og/eða hjá Margréti Maack.

Fyrir týpuna sem vill njóta:
  • Spa
  • Fish Spa
  • Bláa lónið
  • Float

Heimakynningar og heimsóknir

  • Blush
  • Sigga Klingenberg
  • Perró (málari sem málar með göndulnum á sér)
  • Beggi og Pacas
  • BDSM á Íslandi
  • Drag make over hjá Gogo Star

*Orðið „gaukun“ er tillaga að kynhlutlausu orði sem nýst getur meðal annars kynsegin fólki. Ég tek það fram að ég fann ekki upp á þessu heldur heyrði það einhversstaðar frá, en tillagan er góð og ég held mig því við hana.

 

Þessi grein birtist fyrst í facebook-grúppunni Brúðkaups hugmyndir.  Inngangurinn er skrifaður af mér, en hugmyndunum safnaði ég saman af hinum ýmsu þráðum í hópnum, þar sem þankahríð um gæsanir, steggjanir eða gaukanir fór fram. Ef þú ert með hugmynd af skemmtilegum uppátækjum fyrir svona gleðidaga, endilega sendu mér skeyti!