Þú þarft að framvísa eftirfarandi gögnum, samkvæmt reglugerð 55/2013 frá Innanríkisráðuneytinu til þess að athafnarstjórinn (eða sýslumaður, presturinn, goðinn, imaminn, rabbíninn, zúíski galdralæknirinn) megi gifta þig:
Fæðingarvottorð.
Hjúskaparstöðuvottorð
Persónuskilríki
Fæðingarvottorð
Hvað er fæðingarvottorð?
Fæðingarvottorð er pappír sem segir til um það hvar og hvenær þú fæddist, hverjir foreldrar þínir séu og svo framvegis. Ef þú fæddist á Íslandi geturðu fengið fæðingarvottorð hjá Þjóðskrá. Ef þú fæddist í útlöndum þarftu að fá fæðingarvottorð frá landinu sem þú fæddist í. Í slíkum tilvikum er best að hafa samband við þjónustuver Þjóðskrár í síma 515 5300.
Hvar fæ ég fæðingarvottorð?
Kannski áttu það frá því í gamla daga og það er allt í lagi. Ef ekki, þá þarftu að sækja um slíkt hjá Þjóðskrá. Það gerir þú hér. Þú þarft Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá þig inn.
Hvað má það vera gamalt?
Alveg glænýtt eða jafngamalt og þú!
Hvað kostar það?
2.550 kr. stykkið (og þið þurfið bæði svoleiðis).
Hver er afgreiðslutíminn?
Allt að 4 virkir dagar og þú getur annað hvort sótt í afgreiðslu eða fengið sent heim til þín.
Get ég sótt um það fyrir makann minn?
Já, ef þið eruð skráð í sambúð.
Ertu alveg viss? Presturinn minn bað ekki um það!?
Samkvæmt reglugerð á fulltrúi trúfélags/lífsskoðunarfélags að biðja um það, þannig að væntanlega er þá viðkomandi eitthvað aðeins að fara á svig við lögin (sennilega af góðum hug til að spara þér pening). Auðvitað á eitt yfir alla að ganga, en endilega treystu þá bara þeim sem gefur ykkur saman og farðu eftir leiðbeiningum frá háni.
Hjúskaparstöðuvottorð
Hvað er hjúskaparstöðuvottorð?
Hjúskaparstöðuvottorð er vottorð sem sannar að þú sért ekki í hjónabandi núþegar, eða að þú sért búin(n) að skilja ef þú varst einhverntímann áður í hjónabandi.
Hvar fæ ég hjúskaparstöðuvottorð?
Þú þarft að sækja um svoleiðis hjá Þjóðskrá. Það geturðu gert hér. Þú þarft Íslykil eða rafræn skilríki til að sækja um vottorðið.
Hvað má það vera gamalt?
Hjúskaparstöðuvottorðið má vera 8 vikna þegar fulltrúi trúfélags/lífsskoðunarfélags kvittar undir svokallað könnunarvottorð. Það er því fínt að sækja um það svona mánuði fyrir brúðkaupsdaginn, eða fara bara eftir leiðbeiningum prestsins/athafnarstjórans/goðans/imamsins/rabbínans!
Hver er afgreiðslutíminn?
Hann er allt að 4 virkir dagar. Ef þú gleymdir þér og ert í tímaþröng, þá skaltu ekki láta senda pappírana heim til þín heldur sækja sjálf(ur/t) til Þjóðskrá.
Hvað kostar það?
2.550 kr. stykkið (og þið þurfið bæði svoleiðis).
Get ég sótt um það fyrir makann minn?
Já, ef þið eruð skráð í sambúð.
Persónuskilríki
Persónuskilríki með nafni hjónaefnis, ljósmynd og fæðingardegi til sönnunar, svo sem vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini. Þetta þarftu að mæta með á fundinn með fulltrúa trúfélagsins/lífskoðunarfélagsins eða sýslumanni. Kannski tekur viðkomandi ljósmynd eða ljósrit.
Þessi færsla birtist fyrst á facebookhópnum Brúðkaups hugmyndir, en er að öllu leyti skrifuð af mér.
https://straumland.is/wp-content/uploads/2018/08/upplysingarurthjodskra.jpg30244032ingahttps://straumland.is/wp-content/uploads/2018/09/Inga-athafnarstjóri-01.pnginga2018-08-30 18:57:222020-12-18 11:38:31Hvaða pappíra þarf ég til að gifta mig?
Hæ, mér finnst gaman að skoða alls konar gögn á Google Analytics og í ljósi GDPR þarf ég að láta þig vita að ég ætli að gera það. Ýttu hér til að samþykkja, eða vafraðu bara eitthvað annað...
We may request cookies to be set on your device. We use cookies to let us know when you visit our websites, how you interact with us, to enrich your user experience, and to customize your relationship with our website.
Click on the different category headings to find out more. You can also change some of your preferences. Note that blocking some types of cookies may impact your experience on our websites and the services we are able to offer.
Essential Website Cookies
These cookies are strictly necessary to provide you with services available through our website and to use some of its features.
Because these cookies are strictly necessary to deliver the website, refuseing them will have impact how our site functions. You always can block or delete cookies by changing your browser settings and force blocking all cookies on this website. But this will always prompt you to accept/refuse cookies when revisiting our site.
We fully respect if you want to refuse cookies but to avoid asking you again and again kindly allow us to store a cookie for that. You are free to opt out any time or opt in for other cookies to get a better experience. If you refuse cookies we will remove all set cookies in our domain.
We provide you with a list of stored cookies on your computer in our domain so you can check what we stored. Due to security reasons we are not able to show or modify cookies from other domains. You can check these in your browser security settings.
Google Analytics Cookies
These cookies collect information that is used either in aggregate form to help us understand how our website is being used or how effective our marketing campaigns are, or to help us customize our website and application for you in order to enhance your experience.
If you do not want that we track your visit to our site you can disable tracking in your browser here:
Other external services
We also use different external services like Google Webfonts, Google Maps, and external Video providers. Since these providers may collect personal data like your IP address we allow you to block them here. Please be aware that this might heavily reduce the functionality and appearance of our site. Changes will take effect once you reload the page.
Google Webfont Settings:
Google Map Settings:
Google reCaptcha Settings:
Vimeo and Youtube video embeds:
Other cookies
The following cookies are also needed - You can choose if you want to allow them:
Privacy Policy
You can read about our cookies and privacy settings in detail on our Privacy Policy Page.