Stigaspjöld fyrir Eurovision 2021

Jæja, þá er komið að því. Júróvisjónár eftir alla þessa bið. Þetta úrslitakvöld er svei mér spennandi. Mörg lönd hafa verið að berjast um efsta sætið í veðbönkunum og ég verð að segja að mér finnst það alls ekki ljóst hver mun sitja uppi sem sigurvegari. Líkleg atriði eru Sviss með sinn dramatíska alheimssöng, Ítalía með rokkandi módelum og Frakkland með sína módernísku Edit Piaff. Hins vegar á Ísland alveg séns með sinni einlægu orkusprengju og Malta sömuleiðis, með sitt sass. Svarti hesturinn er hins vegar Úkraína, sem kom, sá og sigraði fyrri undankeppnina. Búlgaría var með í leiknum, en verður að flytja þetta miklu hreinna á lokakvöldinu til að eiga séns. Sem getur vel verið að gerist, því hún hefur sungið þetta vel á æfingum. Kannski eru einhver mónitorvandamál. Af öllum þessum er ég sátt með hvaða sigurvegara sem er, nema Ítalíu. Ég nenni ekki svona hávaða. Ég er svo melló.

Drykkjuleikur fyrir lokakvöldið

Júróvisjón er svo smekkfullt af klisjum að það er hægt að verða ofurölvi á sjöunda lagi með því að drekka bara sopa við hverja eldglæringu. Ég hef bætt um betur og listað upp atriði sem líklegt er að láti sjá sig á lokakvöldinu. Þið takið þátt í leiknum á ykkar eigin ábyrgð. Þá má líka drekka djús. Það þarf ekki alltaf að vera vín!

Need the drinking game in English? No problem!