Tenejól

Lag: We don’t Talk About Bruno úr Encanto eftir Lin-Manuel Miranda. Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland

Stöndum ekki í stórræðum í ár

Stöndum ekki í þessu, – sko

Ég vil ekkert jólastress

 • Hún vill ekki jólastress

Ég fyrirlít að þurfa’ð fara,

í fleiri fjölskylduboð

 • Bévítans bannsettu boð

Leiðindalið sem mér líkar ei við

 • Frændur 

Meðalmennska, mögl og miðjumoð!

 • Mestmegnis allt Miðflokksmenn…

Loksins lausn í koll mér laust

 • Segð’okkur frá því!

Og upp á yfirborðið braust

 • Ég held ég væri alveg til í smá frí…

Hugmynd sem ég fékk í haust

 • Ekki fjármagnað, hvað með það…

Höldum jólin á Tenerif’í ár

Höldum jólin á Tene

Ég vil forðast frostið sem er nauðandi og nístandi

Get ekki heldur vindinn sem er gnauðandi og gnístandi

Heldur vil ég fá að finna heitan sand og sól.

Enn eitt jólaball, börnin grenja, skríkja,

Skrækir sker’í eyru, meira nammi sníkja

Skil varla’ð nokkur nenn’að halda jól,

Ég vil bara sól…

Skatan kæst, malt og appelsín,

Hvað við eldum næst, já kalkún eða svín

Heljar-havarí, ég vel Kanarí

Höldum jólin á Tenerif’í ár

Höldum jólin á Tene

Smákökur og sörur eru ekki mitt fag!

 • Nei, nei

Versla jólagjafirnar á aðfangadag

 • Nei, nei

Í fyrra át ég allt of mikið kjöt og fékk hjartaslag

 • Nei, nei!

Vil halda jólin með sand og sólarlag

Sæt ég verð sko með sundbolafar

Og svo sóla ég mig niðri á strönd

Alsæl verð ég með sand allstaðar

Sit með sangriuglasið í hönd

 • Fer ekk’í jólakött í ár

Sæt ég verð sko með sundbolafar

Niðr’á Amríkuströnd

Ullarnærfötin heima

Ó elsku suðræna sól

 • Hey, sys, settu sólkrem á mig…

Ó, suðræna sól, ó, suðræna sól

Ó, Tene

Förum strax til Tene

Bókum okkur flug strax til Tene

Byrjum að pakka og plana Tene 

 • Jólamatur, á Klörubar!
 • Vitlaus eyja!

Erindin endurtekin í skemmtilegri kakófóníu