Stigaspjald og júróbingó 2022

Upp er runninn, kjördagur og júróvisjón og allt í ljómandi gleði og glimmeri. Þið eruð vafalaust búin að hella poppinu í skálarnar og skreyta stofuna með gulbláum flöggum og maka augnlokin út í glimmeri, en ég er á eftir áætlun, eins og svo oft áður, í upphlut, nýbúin að kjósa og vinn sveitt við að setja saman bingóið góða.

Hér eru stigaspjöld fyrir lokakvöldið 2022, en bingóið kemur eftir smá:

Stigaspjöld

Júróbingó

The Eurovision Bingo – in English

Stigaspjöld og júróbingó – seinni undankeppni 2022

Ó, seinni undankeppni, með kúrekum og strippurum og gufupönki, serbískum handþvotti og sænskri hæsi. Ég heilsa þér og elska þig!

Hér eru stigaspjöld

Hér er júróbingó 

***

Bingo in (very badly google translated) German and rapidly conjured and thus imperfect English

Stigaspjöld og júróbingó – fyrri undankeppni

Jólin eru loksins komin!  Nú verður sko sungið og elskað og fagnað og flaggað!

Hér getur þú hlaðið niður stigaspjöldum fyrir fyrri undankeppnina og hér er júróbingó!

Læst: Gjöfin til Stefaníu

Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Jólakötturinn er áttaviltur!

Kæra Stefanía

Ég bað jólaköttinn um að koma gjöfinni þinni á áfangastað, en hann er áttaviltur greyið, svo hann þarf þína hjálp. Hann er vafalaust búinn að vera frekar lengi á leiðinni, og þess vegna er gjöfin allt of sein til þín! Ef þú gætir bara hjálpað honum að komast á áfangastað, þá fengir þú loksins gjöfina þína, og ég myndi losna við samviskubitshnútinn úr maganum!

Smelltu hér til að leiðsegja jólakettinum!

Stigaspjöld fyrir Júróvisjón 2021

Viltu eina Ingu?

Ertu að leita að verkefnastjóra?  Eða Kaospiloti?  Eða einhverjum sem getur stjórnað vinnufundum eða smiðjum í stefnumótun, hugmyndaleit, samskiptaferlum, leiðtogahæfni, endurmati eða öðrum viðfangsefnum sem hægt er að tækla á skapandi hátt?  Eða ertu að leita að einhverri sem hefur gott vald á íslensku og auga fyrir hönnun?

Ég kann ýmislegt og er til í að taka að mér alls konar verkefni sem verktaki. Nánari upplýsingar um það sem ég kann eru í ferilskránni minni.