Framboð til formanns Siðmenntar 2023

Félagið okkar er eitt af því sem skiptir mig mestu máli í lífinu. Í þetta félag, hagsmuni þess, innviði, ásýnd, starfsfólk og starf set ég töluverðan hluta af minni orku og vinnu, af því að ég trúi því að Siðmennt eigi erindi. Erindi í samfélagi sem mismunar fólki miskunarlaust eftir lífsskoðunum. Erindi í samfélagi þar sem mörg dreymir um húmaníska, veraldlega og líflega valkosti þegar að þau standa á tímamótum. Erindi í samfélagi þar sem enn þarf að berjast fyrir jafnrétti, umburðarlyndi, gagnrýnni hugsun, mannréttindum, náttúrunni og samkennd. 

Ég bauð mig fram til starfa sem formaður Siðmenntar árið 2019 í kjölfar talsverðs öldugangs í félaginu. Mitt meginmarkmið hefur verið að auka fagleika, hjálpa félaginu að þroskast á þessu öra vaxtarskeiði og skapa meiri liðsheild innan okkar raða. Þetta hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig og óviðráðanlegar aðstæður eins og heimsfaraldur hafa gert okkur erfitt um vik. En ég held samt að margt hafi gengið vel hjá okkur. 

Félagið er enn sýnilegra en áður, bæði sem viðurkennt afl í hagsmunabaráttu húmanista og trúlausra einstaklinga, sem og af öllu því góða starfi sem við stundum á hverjum degi, í gegnum athafnir, fræðslu og umræðu. Hver einasti athafnastjóri og leiðbeinandi eru fulltrúar okkar gagnvart samfélaginu og þau gera mig öll svo óseigjanlega stolt, með frumleika sínum, metnaði og starfsgleði. Þá hefur okkur hefur tekist að skapa liðsheild, sér í lagi í hópi athafnastjóra, og leggjum nú áherslu á leiðbeinendur í fermingarfræðslu og almenna félaga. Við höfum innleitt nýja námskrá í fermingarfræðslunni, auk þess að bjóða upp á fjölbreyttara námsfyrirkomulag en nokkru sinni fyrr, með fermingarbúðum, skapandi námskeiðum og útivistarnámsleiðum sem hafa mælst mjög vel fyrir. Við fermum börn á fleiri stöðum á landinu en nokkru sinni fyrr og höfum innleitt aðgengisstefnu sem auðveldar aðgengi að þjónustu félagsins, bæði fyrir fólk um allt land og fyrir fólk með aðrar þátttökuhindranir, s.s. vegna fötlunar og íslenskukunnáttu. Við höfum þjálfað fleiri athafnastjóra sem stýra útförum, sem skapa ótrúlega persónulegar og fallegar athafnir sem skipta verulegu máli fyrir syrgjandi fólk. Við höfum tekið upp kolefnisjöfnun, nýja verklagsferla í virkni- og gæðamálum, siðareglur, hæfniviðmið athafnastjóra og farið í visitasíur um allt land.

Ég hef ekki gert neitt af þessu ein. Á skrifstofunni starfar frábær hópur kvenna sem eru ekki bara hamhleypur í störfum sínum heldur einn skemmtilegasti félagsskapur sem ég hef fundið mig í. Fulltrúarnir okkar í framlínunni, athafnastjórar og leiðbeinendur, leggja á sig ómælda vinnu í þágu félags og félagsfólks, og lætur sig hafa það að ganga upp á hæstu fjöll til að verða við sértækum óskum ástfanginna para, eða verja sunnudögunum sínum með syfjuðum unglingum á fjarfundi til að öll geti haft aðgengi að grípandi fermingarfræðslu. Auk þessa fólks eru sjálfboðaliðarnir, svo sem í stjórn og athafnaráði, sem standa af sér alla storma og móta framtíð þessa félags af alúð og metnaði. Þetta er fólkið sem stendur í brúnni og ég stend í mikilli þakkarskuld við.

Ég er ekki búin að gera allt sem ég sá fyrir mér að gera og þess vegna býð ég mig aftur fram. Þó ég hafi, eins og áður sagði, ekki gert neitt af þessu ein, þá horfi ég samt yfir síðustu fjögur ár og sé að líf mitt hefur verið algjörlega samofið félaginu. Ég ver þessari orku í þetta áhugamál mitt, af því að ég brenn fyrir félaginu, málaflokknum og fólkinu. Ég horfi á kirkjuþing á næturnar, vakta samráðsgátt stjórnvalda og brýt heilann í sturtu um það sem ég vil gera næst. Og ég er til í þennan pakka í eitt kjörtímabil í viðbót, af því að ég er bjartsýn á að á þeim tíma náist að leggja grunn að þeim atriðum sem ég vil sjá í framtíð félagsins; veraldlega valkosti í sálgæslu, árangur í hagsmunabaráttu og faglegri innviði. En svo er ég tilbúin að gefa kyndilinn áfram og einbeita mér að húmanisma í verki; að vera skítsæmileg manneskja og leggja rækt við athafnastjórann í mér, því ég veit ekkert betra en að fá að vera til staðar fyrir fólk á lífsins tímamótum. 

Ég er auðmjúk yfir hvatningu ykkar og stuðningi og þakklát fyrir tækifærið, sem hefur sannarlega hjálpað mér að verða sú manneskja sem ég er í dag. Takk.

Stigaspjald og júróbingó 2022

Upp er runninn, kjördagur og júróvisjón og allt í ljómandi gleði og glimmeri. Þið eruð vafalaust búin að hella poppinu í skálarnar og skreyta stofuna með gulbláum flöggum og maka augnlokin út í glimmeri, en ég er á eftir áætlun, eins og svo oft áður, í upphlut, nýbúin að kjósa og vinn sveitt við að setja saman bingóið góða.

Hér eru stigaspjöld fyrir lokakvöldið 2022, en bingóið kemur eftir smá:

Stigaspjöld

Júróbingó

The Eurovision Bingo – in English

Stigaspjöld og júróbingó – seinni undankeppni 2022

Ó, seinni undankeppni, með kúrekum og strippurum og gufupönki, serbískum handþvotti og sænskri hæsi. Ég heilsa þér og elska þig!

Hér eru stigaspjöld

Hér er júróbingó 

***

Bingo in (very badly google translated) German and rapidly conjured and thus imperfect English

Stigaspjöld og júróbingó – fyrri undankeppni

Jólin eru loksins komin!  Nú verður sko sungið og elskað og fagnað og flaggað!

Hér getur þú hlaðið niður stigaspjöldum fyrir fyrri undankeppnina og hér er júróbingó!

Læst: Gjöfin til Stefaníu

Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Jólakötturinn er áttaviltur!

Kæra Stefanía

Ég bað jólaköttinn um að koma gjöfinni þinni á áfangastað, en hann er áttaviltur greyið, svo hann þarf þína hjálp. Hann er vafalaust búinn að vera frekar lengi á leiðinni, og þess vegna er gjöfin allt of sein til þín! Ef þú gætir bara hjálpað honum að komast á áfangastað, þá fengir þú loksins gjöfina þína, og ég myndi losna við samviskubitshnútinn úr maganum!

Smelltu hér til að leiðsegja jólakettinum!

Stigaspjöld fyrir Júróvisjón 2021