Á Gay Pride

In Summer úr söngleiknum Frost. 

 

Lag: Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez.

Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland

 

Sonur minn, 

er fékk þig í fang í fyrsta sinn

ég fjölskyldusvipinn sá, 

sú stund var dýrmæt!

Pallalög öll ég kann,

ó þú veist að ég elska regnbogann.

Ég strákinn minn styð,

í stafni ég stend á Gay Pride.

 

Ég tæmdi allan lagerinn

í Tiger fyrir Pride.

Í forystu stend, 

sveiflandi fána

og stoltur græt.

 

Um það bull er mér drull 

hvað fólk gerir í svefnherberginu.

Svo frjálslyndur er og

fremstur í röð á Gay Pride

 

Einn karl sem ég þekki, hann er svona hán,

sko öfugir eru sko alls engin smán!

Er flottasti pabbinn, já finnst ykkur þaggi?

Sko sonurinn minn hann er svo geggjaður…

og flottur strákur! 

 

Ég hélt að þetta væri bara lítið tímabil

en sætt mig hef við orðinn hlut, 

ég loksins skil,

 

og þú veist, auðvitað,

pabbi styður þig sama hvað.

Þú föður þinn finnur,

fremstan í röð á Gay Pride.

Á Gay Pride!

 

ATH. Textahöfundi er fullkunnugt um það að Hinsegin dagar heiti ekki lengur Gay Pride. Það er grínið.