Defying Gravity – Stephen Schwartz

Elskan mín, getum við ekki bara haldið heilög jól, í stað þess að ganga af göflum?
Er þetta málið?
Að ganga allt of langt?
Er ekki kannski rangt,
Að kasta sínu kaupi?
Taka þátt í þessu hlaupi?

Er ekki málið
að setja markið hátt?
Mér finnst það óréttlátt,
að láta sér það duga,
að horf’á ókunnuga…
Svo ef þér finnst það vera nóg,
Farðu og fáð’ér: kakó

Elfa mín, eigum við ekki að hafa það bara huggó?
Förum saman heim að föndra,
Gerum glögg, og spilum spil…
Við gætum græjað jólagjafir?

nei takk
Því ég þarf meira…
Já, já ég miklu meira vil…

Er eitthvað rangt við það að
biðja þess eina stund?
Biðja þess eins að mega,
lýs’upp myrka jólagrund?

Að bægja burtu drunga,
með litaljósafjöld.
Svo verði skræpótt hús mitt,
skráð á söguspjöld!

Svo græn af öfund, get ég ekki hætt.
Með grænum gjöfum, skreyti dyragætt.
Mig ekkert stöðvað fær.

Er’ekki jólin til þess,
að fagna með fjölskyld’og vinum?

Ég ætl’að setja heimsmet.
Helst á heimsminjaskrá!
Óhrædd ég húsið veðset,
lýsi það svo innan frá!
Ég veggi vef með ljósum,
Rúdolfi í rólu treð!
Svo set ég stóra stjörn’á
stærsta jólatréð!

Þau græn af öfund verða öll sem sjá.
Á ystu nöf,
Skrautið hengi út á ská.
Mig ekkert stöðvað fær.
Linda, seljum bílinn, ég verð að fara í Costco…

Já, jólaskraut!
Ég verð að eignast jólaskraut!
Verð að komast í búðir,
já ég verð að versla inn.
Linda, draumar okkar rætast,

…og veskin okkar tætast!
Fauk nú forgangsröðunin!

Svo græn af öfund verða öll sem sjá.
Sjá hvernig gleðin glóir innanfrá!
Mig ekkert stöðvað fær…
Jæja, komdu með Costco-kortið…

Ég ætla heim að
baka með börnunum…

Njótið

Á sjálfum jólunum…
Við gerum okkar besta,
til að lýs’upp myrkrið mesta.
Þú hefur valið þessa leið!
Ég von’ún verði — þér greið.

Bílar í röðum bíða,
breiðast um botlangann.
Og gervöll veröld veinar:
“Þessi hefur beislað
jól’andann!”
Þau þyrpast að í röðum,
umvafin gervisnjó!
Bylja á eyrum,
jólalög í steríó!

Svo græn af öfund, þau stara öll á mig.
Hátíðarskapið tek á hæsta stig!
Fæ bara fjárfestingarlán…
Svo jólaljós og jólaskraut,
sem sést langt nið’rá Miklubraut…
Ei framar verða jól mín án!