Stormur, stígðu dans

Lag: Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez (Let it go úr Frozen). Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland

Í kvöld er kalt og grámyglulegt

Ekki snjókorn er að sjá

Í móðunni er ekkert

Sem að mætir minni þrá

Því gráleit grundin gerir lítið fyrir þann

Sem að kafaldsbyl, krap’ og kafsnjó ann.

Breytist á himni birtustig

Eru augu mín að svíkja mig?

Minn kollur fyllist hugarró

Er þetta snjór?

Loksins snjór, jólasnjór!

Kuldinn kyssir mína kinn 

Loksins snjór, meiri snjó

Frostið frelsar, fyllir huga minn

Nú frið ég finn – í fannarbing

Stormur, stígðu dans

Svo snjókornin þyrlist hér allt um kring

Ég grýlukerti brúka sem hljóðnema við söng

Í ísklifri ég unni – mér ísköld dægrin löng

Tek útivist á næsta stig

Og bruna’á skíðum – risasvig

Ég renni úlpunn’upp í háls

Ég er frjáls!

Loksins snjór, jólasnjór!

Kuldinn kyssir mína kinn 

Loksins snjór, meiri snjó

Frostið frelsar, fyllir huga minn

Nú frið ég finn í fannarbing

Stormur, stígðu dans!

Í gegnum glerið glansar frostrósin svo flott

Og frosinn trefillinn er löngu fokinn langt á brott

Á svelli svíf ég eins og svanur til og frá

Mig fyllir freðin jörðin feiknaferðaþrá

Loksins snjór, jólasnjór!

Kuldinn kyssir mína kinn 

Loksins snjór, meiri snjó

Frostið frelsar, fyllir huga minn

Nú frið ég finn – í fannarbing

Stormur, stígðu dans

Svo snjókornin þyrlist hér allt um kring!