Jólabókaflóð

We need a little Christmas, e. Jerry Herman

Ertu í vanda?
Hafa þín gjafainnkaup valdið þráhyggju?
Dragðu djúpt andann.
Nú skaltu varpa öllum
þínum áhyggjum frá.

Því að lausnin hún er íslensk.
Lausnin hún er auðveld.
Fyrirhafnarlítil,
gáfuleg og geðfelld.
Já, hún kjarnar okkar arfleifð.
Skikkanleg og skotheld.
Nei, þú þarft ekk’að leita lengur.
Nau, sjáðu þú ert hólpinn, drengur!

Gakktu í bæinn,
gætirðu fundið fínna
skjól frá ösinni?
Andaðu léttar,
því þú ert loksins kominn
inn úr kösinni, já!

Því hér færðu flestar bækur,
barnabókastæður,
hrollvekjur og hrylling,
reyfara og ræður.
Dystópískar draugabækur,
skáldsögur og skræður.
Sko, heilagt jólabókaflóð!

Því að bók er besta gjöfin,
sem gefur bar’og gefur.
Veröldin í vasa.
Gjöf sem aldrei sefur.
Ef þú sökkar í að pakka,
vinninginn hún hefur!
Hér flæðir jólabókaflóð!

Gakktu í bæinn.
Dragðu djúpt andann.
Hér færðu svör við þinni leit.
Sjálfshjálparbækur!
Sagnfræðibækur!
Þjóðsögurnar…
Ljóð og smásagnasafn!

Viltu kortabók frá Kongó?
Rússnesk manífestó?
Yrs’og Arnaldskombó?
Eitthvað meira rómó?
Tíu ráð frá Marie Kondo?
Bók um esperantó?
Já fleiri gjafabækur!
Flæða jólabækur!
Feykna jólabókaflóð!
Bókaflóð!
stórflóð!