Jólakærasta
Let me be your star, e. Marc Shaiman
RÓMANTÍKER:
Er kólnar á ný,
Ég í hjarta mér finn
Það að kærleikurinn,
á mig kallar.
Við klukknanna hljóm,
Heyri bergmála óm:
Mitt harmakvein
— Að ég sé ein,
Í Kringlunni
ráfa, og
kík’eftir þér,
Umkringd fólk’en samt er
Einmana
Svo augljóst það er mér;
Það sem vantar í desember:
Jólakærasta
PIRRIPÚ:
Hver jól eftir jól,
Þegar frost er í grund,
Finn ég nálgast þá stund,
Sem ég kvíði,
Svo sársaukakennd,
Þessi
athugasemd
Ert’ennþá ein?
En hvað með Svein?
Ef spyrja mig frænkur með aðfinnslutón
Er mín hátíðarbón,
heitasta
Að frið loks ég fái,
Svo það eina sem ég þrái:
Jólakærasta
BÁÐAR:
Þá aðventueinsemd er loks liðin tíð,
PIRRIPÚ
Þá hrökkva þær í kút…
RÓMANTÍKER
— Við mistilteininn áköf ég bíð —
PIRRIPÚ
Sko, stelpan er gengin út!
Vúhúú/húúút húúút/loks út/svo kjút/salút!
Þá lögin um ást-
-ina loks eiga við,
Þessi bið mín er loks-
-ins á enda.
Fæ gjöf undir tréð,
og þú fellur á hnéð.
PIRRIPÚ: Ég segi woah!
RÓMANTÍKER: Ég segi já!
PIRRIPÚ: Tökum það slow
RÓMANTÍKER: Finn hjartað slá!
Mín albesta gjöf,
Vær’að vera loks tvö,
Og hve ótrúlegt þætti mér það!
Kát hætti að
kvarta
Því þú fyllt hefur mitt hjarta —
Jólakærasta!