Loksins laus
Therapy úr söngleiknum Tick, Tick… Boom!
Lag: Jonathan Larson
Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland
Veistu hvað,
það er baneitrað
þetta drullusvað.
Það er sama hvað,
allt rangtúlkað
eða uppdiktað.
Lífið með þér
var langdregin
hversdagskeppni.
Ég held að
þú hafir uppgötvað
eftir lögskilnað
og málskostnað
að ég var það besta,
þín gæfa mesta,
að mig klófesta,
var þín mesta heppni.
Ég fékk nóg, þráði sálarró
eftir kapphlaupið við þig og þína ofvirkni.
Hvert andartak, hvílíkt hreðjatak,
þú notfærðir þér mig og mína meðvirkni.
Allt það raus
sem úr þér gaus,
ég alsaklaus,
þú bandvitlaus,
helst til hispurslaus
og hjartalaus
og lausnin var sú að ég kaus
að finna frelsi
Ó, guð, þér ferst!
Ekki ég sem var verst,
mín almesta pest,
með greindarbrest…
þennan háa hest…
já, ég veð’jað’á vitlausan hest,
því hjónabandið með þér
var firrt fangelsi.
Ég fagna því, það er garantí, að ég fæ frí
frá þér og þínum gaslýsingum.
Það særir mig, að þú teljir mig
vera karlrembu sem kæfir með hrútskýringum!
Veistu hvað, (Mér finnst)
það er baneitrað (baneitrað hvað þú)
þetta drullusvað.
Það er sama hvað, (því sama hvað)
allt er rangtúlkað (hvað nú?)
eða uppdiktað.
Lífið með þér var ein langdregin hversdagskeppni
(Þett’er alveg út úr kú!)
Ég held að (Ég held að)
þú hafir uppgötvað
eftir lögskilnað (Þú hafir uppgötvað)
og málskostnað (að það)
að ég var það besta, (ert þú)
þín gæfa mesta,
að mig klófesta, (Sem ert)
það var þín mesta heppni.
(út úr kú…)
Ég fagna því,
það er garantí,
að ég fæ frí
frá þér og þínum gaslýsingum.
Það særir mig,
að þú teljir mig
Vera karlrembu
sem kæfir með hrútskýringum.
Og loksins er þessu lokið,
loks laus við leiðindarstand.
Loksins fæ ég frí
og best af öllu finnst mér það að vera
loksins laus
við þetta hjónaband.



