Mín stærsta ást
Heart of Stone úr söngleiknum Six.
Lag: Toby Marlow og Lucy Moss
Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland
Útsetning: Andy Beck
Nú loksins rennur
upp þessi dagur.
Allt yndislegt
á allan hátt.
Minn stóri strákur,
svo fjörugur og fagur,
úr hreiðrinu
hann flýgur brátt.
Er í fyrsta sinn
fékk í faðminn minn
þennan agnarsmáa dreng
fann að allt var breytt,
þekki ekki neitt
sem fær slitið þennan streng.
Þú ert tilbúinn
fyrir daginn þinn,
ljósið mitt, nú loksins sjálfstæður.
Ég hef mótað þig
en þú meira mig,
mín fórn er mesti fjársjóður.
Ég verð alltaf hér
þó að þú frá mér
sért nú floginn burt.
Þú eilíft ert
mín stærsta ást.
Með hverju skrefi
þú fórst mér fram úr.
Hver sigur þinn
var sem sigur minn.
Þú sagðir þá
að ég alein ætti hjarta þitt,
þú elskaðir
í fyrsta sinn.
Ég var ströng
en studdi þig
er vindar blésu fast
því ég var hrædd um það,
að sama hvað,
þér mætt’aldrei mistakast.
Þú ert tilbúinn
fyrir daginn þinn,
ljósið mitt, nú loksins sjálfstæður.
Ég hef mótað þig
en þú meira mig,
mín fórn er mesti fjársjóður.
Ég verð alltaf hér
þó að þú frá mér
sért nú floginn burt.
Þú eilíft ert
mín stærsta ást.
Margt fer á annan veg
en sástu fyrir þér
og staðreyndin sú er
að enginn framtíð sér,
því að sama hvert þú ferð
til staðar ætíð verð,
blæs þér byr í brjóst
því þú ert
mín eina ást.
Loksins sjálfstæður.
Mesti fjársjóður.
Já, ég verð hér
þó þú frá mér
sért floginn burt.
Þú eilíft ert
mín stærsta ást.


