Söngur athafnastjórans
King Herod’s Song úr söngleiknum Jesus Christ Superstar
Lag: Andrew Lloyd Webber
Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland
Útsetning: Arnór Vilbergsson
Við komum saman kát í dag
að fagna körlum tveim
sem geta svo, með glæsibrag,
giftir farið heim.
Athafnarstjórinn
heitir Bubbi Lú
sem segir þeirra sög’í dag
og sagan, hún hefst nú….
Þeir hittust á bar
Bjartmar blikkað’Arnar,
brosti svo og bauð í bjór,
þið vitið hvernig þetta fór.
Þeir héldu svo heim,
það fór vel á með þeim.
Koma svo, skál fyrir þeim!
Þeir fluttu tveir í Fischer-sund,
það flækti lífið smá.
Fengu sér svo fínan hund,
það fullkomnaði þá.
Ó, hvílík fegurð
lífið þeirra er.
Sem bílstólsbelti bíðið spennt
og sjáum hvernig fer.
Það sem byrjað’á bar
er hann hitti Bjartmar
ástæðan er fyrir því
að í kvöld er fyllerí!
Nú við gleðjumst með þeim,
gumunum okkar tveim.
Koma svo, skál fyrir þeim!
Bjartmar elskar Arnar sinn
því Arnar er svo trúr
og finnst hann vera flottastur
er fötunum fer úr.
Bestur Bjartmar
í augum Arnars er,
blíður oft ef bjátar á
en stundum dáldið þver.
Það sem byrjað’á bar
er’ann blikkað’Arnar
nú breytist brátt í hjónaband,
byrjum síðan partístand!
Gestir, gleðjumst með þeim
gumunum okkar tveim.
Koma svo, skál fyrir þeim!
Svo lengi beið hann Bjartmar
með að biðja Arnar,
biðj’ann um að giftast sér,
þess vegna við stöndum hér.
Hann fékk loks hring,
gríðarleg geðshræring
Koma svo, skál fyrir þeim!



