Þá birtist Bjartmar
Suddenly, Seymour e. Alan Menken
Ég elskaði mörg, þeirra ástir ég þáði
Þótti samt alltaf, það vær’ekki nóg
Viss’ekki hvað, ég vildi og þráði
Þekkt’ekki það, sem í brjósti mér bjó
Þá birtist Bjartmar, með brosið sitt breiða,
Býður mér sæti og réttir mér öl.
Lífinu með þér, lof mér að eyða,
Litríki Bjartmar, mig réttir á kjöl
Á jörðina niður, ég veit hann mig dregur
Jarðbundinn Bjartmar, svo tryggur og trúr.
Svo afdráttarlaus, og áreiðanlegur
Ábyrgur maður — og stundum smá klúr!
Bjargið mitt Bjartmar, breytir mér ekki
Hann bræðir mitt hjarta, með fortíðarþrá…
Bestur er Bjartmar, af þeim sem ég þekki
Blikið mitt bjarta, vil vera þér hjá.
Fæ kaffi í rúmið og kúr yfir skjánum,
knús ef mig vantar og hrós ef ég þarf.
Ef kemur hann við mig, ég kikna í hnjánum,
Kvíðinn sem áður mig fjötraði, hvarf
Brosmildi Bjartmar, svo smámunasamur
Sýnir mér mildi, og hlustar mig á.
Akkerið Bjartmar, svo áhugasamur,
Elskar mig alltaf,
Elskar mig alltaf,
Elskar mig alltaf,
Mín eilífðarþrá



