Þér við hlið

From Now On, Benj Pasek og Justin Paul.

Ég hélt ég þyrfti lofnarblóm,

látúnsdrykkjarmál og ljós.

Því áherslan var innantóm,

Á brúðarboga, boðskort og hrós.

 

Er upp er staðið

Allt það prjál

Var óþarft, sé ég nú

Í brjósti mínu brennur bál

Veistu, bálið, það

Ert þú

 

Þér við hlið

Veit ég eitt, að nei er aldrei svar

Þér við hlið

Er ég miklu betri maður en ég var

Ég var

 

Og því játast ég þér nú

Þér ég heiti minni trú

Þér við hlið

Þér við hlið

 

Ég gjafalistann útfærði

Með gjöfum sem að henta mér

Og gestalistann uppfærði

En gerði varla ráð fyrir þér

 

Ég áfram óð

Og á þér tróð,

Með athyglina einungis á mér

Nú stend ég hér

Og horf’á þig

Og man loksins hvað mikilvægt er

 

Því þér við hlið

Nú loksins lýkur minni löngu bið

Þér við hlið

Er það sem skiptir máli; bara við

Já, bara við 

 

Og því játast ég þér nú

Þér ég heiti minni trú

Þér við hlið

Þér við hlið

Þér við hlið

 

Við fögnum ykkar ást!x7

 

Þér við hlið

Nú loksins lýkur minni löngu bið

Þér við hlið

Er það sem skiptir máli; bara við

Já, bara við