Við erum hér

Finnst þér stundum eins og þú sért alveg einn?
Sem þú hrópir út í tómið, en það svari ekki neinn?
Ef þú hrasar, enga huggun er að fá
Hönd sem grípur, þegar mikið liggur á

Þá — líttu upp og leitaðu af þeim
Sem líður eins og þér, og þinn þekkja reynsluheim
Þú fundið getur fjölskyldu sem sér
Allt það frábæra sem býr í brjósti þér

Ó, Arnar, vensl þau eru val, og
eins og Bjartmar, við veljum þig

Jafnvel þó að heimur hafni þér
Örugga átt höfn í hjarta mér
Því þó að bregðist bræðrabönd
Við erum hér

Því hvorki erfðir (né) ættarnöfn
Afmarka þína heimahöfn
Vinur, halt’í mína hönd
Við erum hér x4

Við erum hér

[Millispil]

Ef þinn uppruni er ennþá opið sár
Lof mér þig að græða
Og þín þerra þögul tár
Þett’er meir’en vinátta
Veistu þetta er þín
Valfjölskylda

Oo-ó, við erum til staðar x3
Fyrir þig

Jafnvel þó að heimur hafni þér
Örugga átt höfn í hjarta mér
því þó að bregðist bræðrabönd
Við erum hér

Því hvorki erfðir né ættarnöfn
Afmarka þína heimahöfn
Vinur, halt’í mína hönd
Við erum hér X5

Þokunni léttir
Skuggarnir hörfa
Ég er hér, ég er hér
Í gegnum skýin brjótast
Geislar sem að ylja
Ég er hér, ég er hér

Þú ert ekki einn
Þú ert ekki einn
Þú ert ekki einn
Þú ert ekki einn
Þú ert ekki einn
Þú ert ekki einn
Ekki einn
Þú ert ekki einn

Jafnvel þó að heimur hafni þér
Örugga átt höfn í hjarta mér
Því þó að bregðist bræðrabönd
Við erum hér

Því þó að heimur hafni þér
Því hvorki erfðir (né) ættarnöfn
Afmarka þína heimahöfn
Við erum hér