Mín leið (Söngur Leiðindaskjóðu)

 

My Days, e. Ingrid Michaelson

Enn á ný,
er sama svarið:
„Vertu heima, þú ferð ekki fet,“
Í fjötrum fjalla.
Fæ ekk’að fara með.
(fæ) ekk’að sýna þeim það
sem ég get.

Stundum er eins
og ég sé í djúpum dal,
Að ég sé föst.
Að ég hafi ekkert val.
Æ______, má ég hald’af stað?
Næ______ ég að finna það
sem að er ætlað mér?
Sem ég get áorkað?
Sama hvert, sama hvað,
Þá er það mín leið

Ég er sterk,
Ég er staðföst.
Ég get meira en þau vilja sjá.
Því að það fær mig ekkert stöðvað.
Ég fæ styrk
innan frá.

Veit hvað ég vil.
Ég vil kveðja þennan dal.
Munu þau skilja’ða
að ég get, ég ætl’og skal?

Æ______, má ég hald’af stað?
Næ______ ég að finna það
sem að er ætlað mér?
Held áfram óhikað,
Sama hvert, sama hvað,
Ég fór mína leið.

Þá leið,
Eina leiðin sem er fær er
leiðin mín
Tek enn eitt skref,
Sanna mig loks ef ég næ!

Næ______ ég á næsta stað.
Æ_______, auðvitað!
Hvað sem ég ætla mér,
Það get ég afrekað.
Því ég veit ég hef kjark,
Ég veit ég hef þor.
Ég keyri upp kraftinn,
og marka mín spor.
É’r stolt, ég er stöðug.
Því ég hef allt sem þarf.
Því hvað sem þau segja,
Er sama um það.
Af stað,
Vittu til,
Minn stað.
Loks ég skil.
Mín leið.