Nafngjafarhátíð

Hvað á barnið að heita?

Það er talsverð ábyrgð að gefa barni nafn.  Það er líklegt að það verði eitt af aðaleinkennum þess alla ævina og á eftir að vera hrópað af foreldrum, lesið upp af kennurum, hvíslað af elskhugum og taggað á samfélagsmiðlum ótal sinnum.  Þið verðið því að vanda ykkur vel og velja nafnið sem smellpassar á þennan nýja samfélagsmeðlim!

Gjaldskrá

Allar mínar athafnir eru framkvæmdar fyrir hönd Siðmenntar – félags siðrænna húmanista á Ísland. Gengið er frá fjármálahlið athafna í genum Siðmennt og gjaldskráin mín fylgir gjaldskrá Siðmenntar í hvívetna.

Gjaldið fyrir nafngjafarathöfn 2019 er kr. 30.000.- og ef athöfnin er annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu er rukkað akstursgjald, kr. 110.- per kílómeter.

Athugið að félagar í Siðmennt fá 10.000.- kr. afslátt og gildir þá einu hvenær gengið er í félagið. Séu báðir foreldrar félagar í Siðmennt kostar athöfnin því 10.000.- kr.

Umsagnir

„Í nafnaveislu dóttur okkar kom í ljós að Inga Auðbjörg er ekki bara áhugasöm, einlæg og áreiðanleg, hún syngur líka mjög fallega. Hún stýrði athöfninni af mikilli einlægni og náði að flétta saman fallegri frásögn með slatta af húmor. Inga Auðbjörg leggur sig fram við að kynnast einstaklinginum og fjölskyldunni sem gerir athöfnina persónulega en á sama tíma mjög hátíðlega.“

Nefnilega…

Alls konar pælingar um nöfn og nafngjafarhátíðir

Ertu að plana nafngjöf?

Heyrðu þá í mér!