Hugmyndir fyrir gæsanir, steggjanir og gaukanir
Spurningar sem gott er að spyrja sig í aðdraganda gæsunar/steggjunar:
Á að niðurlægja eða njóta?
Blandað eða kynjaskipt?
Hugmyndir
Ókeypis
- Ratleikur
- Miðar með fyrirmælum
- Minningarmiðar – allir skrifa eina minningu á miða og hjónaefnið á að giska hver skrifaði hvað
Ódýrt
- Sund
- Sjósund í Nauthólsvík
- Pikknikk
Bara fyrir gæsina/stegginn/gaukinn (en ekki hópinn saman)
- Jens Gullsmiður – hjónaefnið fær að smíða grip fyrir makann eða vini (ingibjorg@jens.is)
- Stúdíó – hjónaefnið tekur upp lag
- Nudd
- Svifflug
- Listflug
- Rúntur á mótorhjóli
Hópefli (sem kostar)
- Bogfimi
- Skotfimi
- Laser Tag
- Paintball
- Fjórhjólaferð
- Hellaferð
- Riverrafting
- Reykjavík Escape
- Bubblubolti
- Keila
- Pole Fitness
- Adrenalíngarðurinn
- Aqua Zumba
- Zumba
- Karaoke
- Stúdíó – hópurinn tekur upp lag
- Hláturjóga
- Spuni (Improv Ísland)
- Burlesque
- Rocky Horror-dans
- Magadans
- Tinu Turner-dansar
- Diskódans
- Júróvisjóndansar
- Broadway söngleikjadans
- Bollywood dans
- Afródans
- Beyoncé dans
Marga þessa dansa er hægt að læra í Kramhúsinu og/eða hjá Margréti Maack.
- Spa
- Fish Spa
- Bláa lónið
- Float
Heimakynningar og heimsóknir
- Blush
- Sigga Klingenberg
- Perró (málari sem málar með göndulnum á sér)
- Beggi og Pacas
- BDSM á Íslandi
- Drag make over hjá Gogo Star
*Orðið „gaukun“ er tillaga að kynhlutlausu orði sem nýst getur meðal annars kynsegin fólki. Ég tek það fram að ég fann ekki upp á þessu heldur heyrði það einhversstaðar frá, en tillagan er góð og ég held mig því við hana.
Þessi grein birtist fyrst í facebook-grúppunni Brúðkaups hugmyndir. Inngangurinn er skrifaður af mér, en hugmyndunum safnaði ég saman af hinum ýmsu þráðum í hópnum, þar sem þankahríð um gæsanir, steggjanir eða gaukanir fór fram. Ef þú ert með hugmynd af skemmtilegum uppátækjum fyrir svona gleðidaga, endilega sendu mér skeyti!