Í jólafrí
Lag: How far I’ll go úr Moana, e. Lin-Manuel Miranda. Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland
Ég hef hlakkað svo til aðvent’og jóla
Skussi, ég er í skóla,
Skelfilega þrái frí
Ég þarf bar’að þrauk’í nokkra daga
Því það myndi loks laga
Skólaþolsins skúraský
–
Verð nú loksins frjáls
Hverfur hrímkalt haust
Karpið sem ég kaus
Kæfir endalaust
Fegin fæ ég frí, finn ég gleð’á ný
Aðeins örskotsstund…
–
Lokaprófum ég lýk, gæfurík ég fagna
og glöggið hita
Ég skúr’og strita
Ljósin öll verða rauð, laufabrauð, ét til agna
Og enn á ný
Undirbý að komast aftur í jólafrí
–
Ég hef hlakkað svo til næstu jóla
Dunda mér og heima dóla
Ég vil far’í jólafrí
Ég finn ljósin til að lýs’ upp gluggann
Sem að rekur burt skuggann
Og birta tekur enn á ný
–
Bak’og bardúsa,
kveikj’á kertunum.
Heilum hesthúsa
jólatertunum
Höggva jólatréð, ég hef aldrei séð
Jafn gisið grey…
–
Múskat, sykur og salt, hræri allt, í hveiti
Af piparkökum, heilt tonn við bökum
Eftir of langt hlé, skakkt og skælt jólatré, ég skreyti
Spring úr spennu:
Fæ mér möndlugraut
Föndra jólaskraut
–
Sofum út sérhvern dag, jólalag við syngjum
Öll litlu-jólin, og heims-um-bólin
Hlakka til jóladags, jólatréð við umkringjum
Brátt kemst ég í
Mitt jólafrí!