Entries by inga

Brúðkaup, gifting eða hjónavígsla? Nokkur orð um orðanotkun

„Á íslensku má alltaf finna svar“ segir í ljóði Þórarins Eldjárn sem mörgum okkar er minnistætt úr auglýsingum Mjólkursamsölunar á síðustu öld. Það er auðvitað laukrétt, enda á hún alls konar orð yfir athafnir og atburði tengda því þegar tveir einstaklingar ákveða að bindast tryggðarböndum. Sum orðin eru góð og gegn á meðan önnur endurspegla […]

Að halda óvænt brúðkaup*

Augun á gestunum glennast upp.  Það fer einhver rafmagnaður straumur um salinn.  Fiðringurinn í maganum þegar þú áttar þig á því að þetta er að renna upp fyrir fólki; Það er statt í brúðkaupi! Það getur verið sjúklega skemmtilegt að gifta sig óvænt.  Það er einhver galdur sem leysist úr læðingi við að koma fólki […]

Að skíra eða ekki skíra…

Á Íslandi virðist sagnorðið að skíra nánast vera samnefnari yfir það að gefa barni nafn.  Það er þó ákveðinn misskilningur falinn í þeirri orðanotkun, því að þó það sé hefð að gefa barni nafn við skírnarathöfn í kirkju, þá hefur skírnin sjálf lítið með nafngjöfina að gera og í raun er um tvo aðskilda hluti. […]

Hvað á barnið að heita? Ráð við val á barnanöfnum

Samkvæmt íslenskum lögum þarf að nefna barn fyrir 6 mánaða afmælisdag þess.  Það eru um fjögurþúsund nöfn á íslenskri mannanafnaskrá og því úr vöndu að ráða við val á nafninu sem barnið þitt þarf að bera, sennilega út ævina! Hér eru nokkur atriði sem þú skalt hafa í huga: Lagaleg atriði varðandi nafngjöf Íslensk lög […]

Hugmyndir fyrir gæsanir, steggjanir og gaukanir

Gæsanir, steggjanir og gaukanir* eru skemmtilegar samkomur þar sem áherslan er að fagna þeim tímamótum að manneskjan er að ganga í hjónaband og þannig skilja við sitt einhleypa líf (þó íslensk hjónaefni séu reyndar yfirleitt búin að vera í sambandi og sambúð í talsverðan tíma þegar kemur að giftingu). Hér eru nokkrar hugmyndir að gæsunum […]

Hvaða pappíra þarf ég til að gifta mig?

Þú þarft að framvísa eftirfarandi gögnum, samkvæmt reglugerð 55/2013 frá Innanríkisráðuneytinu til þess að athafnarstjórinn (eða sýslumaður, presturinn, goðinn, imaminn, rabbíninn, zúíski galdralæknirinn) megi gifta þig: Fæðingarvottorð. Hjúskaparstöðuvottorð Persónuskilríki Fæðingarvottorð Hvað er fæðingarvottorð? Fæðingarvottorð er pappír sem segir til um það hvar og hvenær þú fæddist, hverjir foreldrar þínir séu og svo framvegis. Ef þú […]

Stefnuyfirlýsing húmanista

Við styðjumst við skynsemi og vísindi til að öðlast skilning á alheiminum og viðfangsefnum samfélagsins. Við hörmum allar þær tilraunir sem í gangi eru til að gera sem minnst úr mannlegri skynsemi og leita í staðinn skýringa og björgunar í yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Við erum þeirrar skoðunar að uppgötvanir í vísindum og nýjungar í tækni geti […]