Entries by inga

Wash with Similar Colours

Ég keypti mér regnbogalitaðan kjól fyrir einhverjum árum. Löngu áður en ég skilgreindi mig opinberlega sem tvíkynhneigða eða hinsegin yfirleitt, enda ein af þeim fjölmörgu sem fundu sig í gagnkynja sambandi, þar sem loddaralíðanin gagnvart hinseginleikanum læðist að. Ég held ég hafi alltaf talið mig hallast að karlmönnum aðallega, enda samfélagið fyrir löngu búið að […]

Framboð til formanns Siðmenntar 2023

Félagið okkar er eitt af því sem skiptir mig mestu máli í lífinu. Í þetta félag, hagsmuni þess, innviði, ásýnd, starfsfólk og starf set ég töluverðan hluta af minni orku og vinnu, af því að ég trúi því að Siðmennt eigi erindi. Erindi í samfélagi sem mismunar fólki miskunarlaust eftir lífsskoðunum. Erindi í samfélagi þar […]

Stigaspjald og júróbingó 2022

Upp er runninn, kjördagur og júróvisjón og allt í ljómandi gleði og glimmeri. Þið eruð vafalaust búin að hella poppinu í skálarnar og skreyta stofuna með gulbláum flöggum og maka augnlokin út í glimmeri, en ég er á eftir áætlun, eins og svo oft áður, í upphlut, nýbúin að kjósa og vinn sveitt við að […]

Stigaspjöld og júróbingó – seinni undankeppni 2022

Ó, seinni undankeppni, með kúrekum og strippurum og gufupönki, serbískum handþvotti og sænskri hæsi. Ég heilsa þér og elska þig! Hér eru stigaspjöld Hér er júróbingó  *** Bingo in (very badly google translated) German and rapidly conjured and thus imperfect English

Jólakötturinn er áttaviltur!

Kæra Stefanía Ég bað jólaköttinn um að koma gjöfinni þinni á áfangastað, en hann er áttaviltur greyið, svo hann þarf þína hjálp. Hann er vafalaust búinn að vera frekar lengi á leiðinni, og þess vegna er gjöfin allt of sein til þín! Ef þú gætir bara hjálpað honum að komast á áfangastað, þá fengir þú […]