Entries by inga

Stormur, stígðu dans

Lag: Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez (Let it go úr Frozen). Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland Í kvöld er kalt og grámyglulegt Ekki snjókorn er að sjá Í móðunni er ekkert Sem að mætir minni þrá Því gráleit grundin gerir lítið fyrir þann Sem að kafaldsbyl, krap’ og kafsnjó ann. – Breytist á himni birtustig […]

Jólapakkagjafaborðakrulluskurðartæki

Já, jólapakkagjafaborðakrulluskurðartæki Í gjafaborðaöskjuna  Ég skurðartækið sæki Pakkaborða upp á punt Ég inn í tækið kræki Jólapakkagjafaborðakrulluskurðartæki! – Um-dittle-ittl-um-dittle-I Um-dittle-ittl-um-dittle-I Um-dittle-ittl-um-dittle-I Um-dittle-ittl-um-dittle-I – Ég fór í Pennann fyrr í dag Og furðulostin stóð Á starfsmann starði, nú var lag En stóð svo þarna rjóð. Því fyrir þetta fyrirbæri Fann ég ekkert nafn Sko, fann ég […]

Aftur heim

Lag: Alan Menken, Go the distance úr Hercules. Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland Einn á aðventu, óralangt í frá Finn að fjarlægðin hún hefur fært mér svo margt Þó mig umvefur, þessi mikla þrá Þegar mæddur mæni, út í jólamyrkrið svart – Er ég horfi heim, yfir hafið bláa Hugur minn hjá þeim, sem mitt […]

Í jólafrí

Lag: How far I’ll go úr Moana, e. Lin-Manuel Miranda. Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland Ég hef hlakkað svo til aðvent’og jóla Skussi, ég er í skóla, Skelfilega þrái frí Ég þarf bar’að þrauk’í nokkra daga Því það myndi loks laga Skólaþolsins skúraský – Verð nú loksins frjáls Hverfur hrímkalt haust Karpið sem ég kaus […]

Tenejól

Lag: We don’t Talk About Bruno úr Encanto eftir Lin-Manuel Miranda. Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland Stöndum ekki í stórræðum í ár Stöndum ekki í þessu, – sko Ég vil ekkert jólastress Hún vill ekki jólastress Ég fyrirlít að þurfa’ð fara, í fleiri fjölskylduboð Bévítans bannsettu boð Leiðindalið sem mér líkar ei við Frændur  Meðalmennska, […]

Þriðja vaktin

Lag: Surface Pressure úr Encanto, eftir Lin-Manuel Miranda. Texti: Inga Auðbjörg K. Straumland – Skúra gólfið, skreyta húsið  Skipuleggja allt fjölskyldubrasið Kveikj’á kertum, kaupa búsið Komast að því að hálftómt er glasið Skylt að baka sextán sortir Skreyta kransinn og skrifa á kortið – Samverudagatal, aðventulagaval, Kennaragjafir og kerti á grafir, sko – Því þriðja […]

Wash with Similar Colours

Ég keypti mér regnbogalitaðan kjól fyrir einhverjum árum. Löngu áður en ég skilgreindi mig opinberlega sem tvíkynhneigða eða hinsegin yfirleitt, enda ein af þeim fjölmörgu sem fundu sig í gagnkynja sambandi, þar sem loddaralíðanin gagnvart hinseginleikanum læðist að. Ég held ég hafi alltaf talið mig hallast að karlmönnum aðallega, enda samfélagið fyrir löngu búið að […]

Framboð til formanns Siðmenntar 2023

Félagið okkar er eitt af því sem skiptir mig mestu máli í lífinu. Í þetta félag, hagsmuni þess, innviði, ásýnd, starfsfólk og starf set ég töluverðan hluta af minni orku og vinnu, af því að ég trúi því að Siðmennt eigi erindi. Erindi í samfélagi sem mismunar fólki miskunarlaust eftir lífsskoðunum. Erindi í samfélagi þar […]

Stigaspjald og júróbingó 2022

Upp er runninn, kjördagur og júróvisjón og allt í ljómandi gleði og glimmeri. Þið eruð vafalaust búin að hella poppinu í skálarnar og skreyta stofuna með gulbláum flöggum og maka augnlokin út í glimmeri, en ég er á eftir áætlun, eins og svo oft áður, í upphlut, nýbúin að kjósa og vinn sveitt við að […]

Stigaspjöld og júróbingó – seinni undankeppni 2022

Ó, seinni undankeppni, með kúrekum og strippurum og gufupönki, serbískum handþvotti og sænskri hæsi. Ég heilsa þér og elska þig! Hér eru stigaspjöld Hér er júróbingó  *** Bingo in (very badly google translated) German and rapidly conjured and thus imperfect English