Entries by inga

Viltu eina Ingu?

Ertu að leita að verkefnastjóra?  Eða Kaospiloti?  Eða einhverjum sem getur stjórnað vinnufundum eða smiðjum í stefnumótun, hugmyndaleit, samskiptaferlum, leiðtogahæfni, endurmati eða öðrum viðfangsefnum sem hægt er að tækla á skapandi hátt?  Eða ertu að leita að einhverri sem hefur gott vald á íslensku og auga fyrir hönnun? Ég kann ýmislegt og er til í […]

Nafngjafarathafnir fyrir trans fólk

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort ekki væri skemmtileg og merkingarþrungin nýung að bjóða upp á nafngjafarathafnir, eða nafnastaðfestingu, fyrir trans fólk á Íslandi.  Hugmyndin er hvorki mín né ný; íslenskt trans fólk hefur vafalaust haldið upp á tilefnið á eigin hátt og erlendis þekkist að athafnarstjórar taki að sér slíkar athafnir. Flestir […]

Hvaða nöfn eru leyfð fyrir öll kyn?

Íslensk mannanafnalög eru ein þau ströngustu í heimi.  Í flestum löndum í kringum okkur hafa foreldrar tiltölulega frjálsar hendur þegar að kemur að nafngiftum barna sinna og þykir ekkert tiltökumál þó fólk af mörgum kynjum noti sama nafnið.  Ég hef áður skrifað aðeins um hvaða lögmálum nöfn þurfa að lúta til að hljóta náð fyrir […]

Brúðkaup, gifting eða hjónavígsla? Nokkur orð um orðanotkun

„Á íslensku má alltaf finna svar“ segir í ljóði Þórarins Eldjárn sem mörgum okkar er minnistætt úr auglýsingum Mjólkursamsölunar á síðustu öld. Það er auðvitað laukrétt, enda á hún alls konar orð yfir athafnir og atburði tengda því þegar tveir einstaklingar ákveða að bindast tryggðarböndum. Sum orðin eru góð og gegn á meðan önnur endurspegla […]

Að halda óvænt brúðkaup*

Augun á gestunum glennast upp.  Það fer einhver rafmagnaður straumur um salinn.  Fiðringurinn í maganum þegar þú áttar þig á því að þetta er að renna upp fyrir fólki; Það er statt í brúðkaupi! Það getur verið sjúklega skemmtilegt að gifta sig óvænt.  Það er einhver galdur sem leysist úr læðingi við að koma fólki […]

Að skíra eða ekki skíra…

Á Íslandi virðist sagnorðið að skíra nánast vera samnefnari yfir það að gefa barni nafn.  Það er þó ákveðinn misskilningur falinn í þeirri orðanotkun, því að þó það sé hefð að gefa barni nafn við skírnarathöfn í kirkju, þá hefur skírnin sjálf lítið með nafngjöfina að gera og í raun er um tvo aðskilda hluti. […]

Hvað á barnið að heita? Ráð við val á barnanöfnum

Samkvæmt íslenskum lögum þarf að nefna barn fyrir 6 mánaða afmælisdag þess.  Það eru um fjögurþúsund nöfn á íslenskri mannanafnaskrá og því úr vöndu að ráða við val á nafninu sem barnið þitt þarf að bera, sennilega út ævina! Hér eru nokkur atriði sem þú skalt hafa í huga: Lagaleg atriði varðandi nafngjöf Íslensk lög […]

Hugmyndir fyrir gæsanir, steggjanir og gaukanir

Gæsanir, steggjanir og gaukanir* eru skemmtilegar samkomur þar sem áherslan er að fagna þeim tímamótum að manneskjan er að ganga í hjónaband og þannig skilja við sitt einhleypa líf (þó íslensk hjónaefni séu reyndar yfirleitt búin að vera í sambandi og sambúð í talsverðan tíma þegar kemur að giftingu). Hér eru nokkrar hugmyndir að gæsunum […]

Hvaða pappíra þarf ég til að gifta mig?

Þú þarft að framvísa eftirfarandi gögnum, samkvæmt reglugerð 55/2013 frá Innanríkisráðuneytinu til þess að athafnarstjórinn (eða sýslumaður, presturinn, goðinn, imaminn, rabbíninn, zúíski galdralæknirinn) megi gifta þig: Fæðingarvottorð. Hjúskaparstöðuvottorð Persónuskilríki Fæðingarvottorð Hvað er fæðingarvottorð? Fæðingarvottorð er pappír sem segir til um það hvar og hvenær þú fæddist, hverjir foreldrar þínir séu og svo framvegis. Ef þú […]

Stefnuyfirlýsing húmanista

Við styðjumst við skynsemi og vísindi til að öðlast skilning á alheiminum og viðfangsefnum samfélagsins. Við hörmum allar þær tilraunir sem í gangi eru til að gera sem minnst úr mannlegri skynsemi og leita í staðinn skýringa og björgunar í yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Við erum þeirrar skoðunar að uppgötvanir í vísindum og nýjungar í tækni geti […]